Mason Mount er ekki ‘það góður leikmaður’ að sögn Dwight Yorke, fyrrum leikmanns Manchester United.
Mount gekk í raðir United í sumar fyrir 55 milljónir punda en hann hefur lítið sýnt eftir komu frá Chelsea – hann hefur verið meiddur síðan í nóvember.
Nú er annar leikmaður Chelsea, Conor Gallagher, orðaður við United en Yorke vill alls ekki sjá hann semja á Old Trafford.
,,Conor Gallagher til Manchester United? Spurningin er hvort hann bæti liðið og ég er ekki viss um að hann geri það,“ sagði Yorke.
,,Þú getur ekki bara spreðað peningum í leikmenn sem eru ekki betri en þeir sem eru nú þegar hjá félaginu.“
,,Er hann mun betri leikmaður en Mason Mount? Ég held ekki og ég er ekki viss um að Mason sé svo góður leikmaður sjálfur.“