Fréttamannafundur sem Roy Hodgson átti að halda hjá Crystal Palace í dag fer ekki fram og segir félagið hann veikan.
Þetta kaupa stuðningsmenn félagsins ekki en háværar sögusagnir eru í gangi um að Palace ætli að reka hann úr starfi.
Palace segir að Hdogson hafi farið heim veikur af æfingu liðsins í dag.
Eigendur Palace vilja ráða Olivier Glasner sem er fyrrum þjálfari Frankfurt í Þýskalandi.
Félagið ætlaði að halda Roy Hodgson í starfi út tímabilið þegar samningur hans er á enda.
Palace hefur verið á vondum stað undanfarnar vikur og er búist við breytingum á næstu dögum.
Unfortunately, today’s press conference will no longer take place as scheduled as Roy Hodgson was taken ill during this morning’s training session.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 15, 2024