Thomas Frank, stjóri Brentford, útilokar ekki að hann sé opinn fyrir því að taka við Liverpool í sumar.
Liverpool mun missa stjóra sinn Jurgen Klopp í sumar en hann ætlar að stíga til hliðar eftir níu ár í starfi.
Frank hefur gert flotta hluti með Brentford í efstu deild og hefur verið orðaður við starfið á Anfield.
,,Það eru margar sögusagnir í gangi, ég held að við séum öll með smá egó í okkur en ég er mjög ánægður hjá Brentford,“ sagði Frank.
,,Er ég metnaðarfullur? Já. Verð ég áfram hjá Brentford að eilífu, kannski en örugglega ekki. Hver veit hvað gerist í framtíðinni.“
,,Það eina sem ég veit í dag er að ég er hjá Brentford og er ánægður þar.“