Forráðamenn Brighton eru byrjaðir að teikna upp plan fyrir sumarið og miðast það við það að Roberto De Zerbi hætti sem stjóri liðsins.
Forráðamenn Brighton búast við því að bæði Liverpool og Manchester United sýni Ítalanum áhuga.
Liverpool leitar að arftaka Jurgen Klopp og hefur De Zerbi verið nefndur til leiks.
Forráðamenn United eru einnig sagðir skoða stöðuna en líkur eru taldar á að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi þjálfara.
De Zerbi hefur vakið athygli með Brighton en gengi liðsins á þessu tímabili hefur þó verið undir væntingum.