A landslið karla fellur um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og situr nú í 73. sæti. Heimsmeistarar Argentínu eru sem fyrr á toppi listans og engar hreyfingar inn eða út úr topp 10.
Fall Íslands niður listann heldur áfram en þegar Age Hareide tók við liðinu síðasta vor þá sat liðið í 64 sæti, hefur liðið farið niður um níu sæti í hans tíð.
Liðið hafði einnig farið niður á við í tíð Arnars Þórs Viðarssonar en Hareide hefur mistekist að laga gengi liðsins.