Enska landsliðið er með það í plönum sínum að tryggja sér það að Kobbie Mainoo verði leikmaður Englands frekar en Ghana.
Þannig er Mainoo með tvöfallt ríkisfang en foreldrar hans koma frá Ghana.
Mainoo hefur alla tíð spilað fyrir yngri landslið Englands og nú er búist við því að hann verði í næsta landsliðshópi Gareth Southgate.
Southgate var mættur að skoða Mainoo um liðna helgi þegar Manchester United vann góðan sigur á Aston Villa.
Segja ensk blöð að Southgate vilji skoða Mainoo áður en Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sumar, ekki er hins vegar búist við því að Mainoo fái stórt hlutverk.
Mainoo er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur á undanförnum vikum vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu með United.