Marcus Rashford kom sér í vandræði nýlega er hann sást á skemmtistað í Norður-Írlandi stuttu fyrir leik Manchester United.
Rashford sagðist vera veikur og mætti ekki til æfinga en hann var myndaður fá sér í glas í Belfast.
Englendingurinn tekur því rólegra þessa dagana en hann er kominn með nýtt áhugamál, púsluspil.
Rashford birti mynd á Twitter í gær þar sem má sjá hann að verki og er um risastórt spil að ræða.
Hann lofaði þá einum heppnum aðdáanda miða á næsta leik liðsins gegn Fulham ef hann myndi giska á hver myndin væri.
A few people have asked me about the jigsaw that I have been working on. If someone can correctly guess which puzzle it is, I will reward them with two tickets to an upcoming game at OT vs Fulham. Good luck! ️🏾 pic.twitter.com/bgo34bw2Fj
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) February 8, 2024