Frenkie de Jong hefur aldrei verið nær því að yfirgefa lið Barcelona en frá þessu greinir Relavo á Spáni.
De Jong var sterklega orðaður við Manchester United 2022 en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.
Um er að ræða 26 ára gamlan miðjumann sem er talinn vera mjög ósáttur við stöðuna á Nou Camp.
Xavi, stjóri Barcelona, er að láta af störfum og verður nýr maður ráðinn inn fyrir næsta tímabil.
Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur áður tjáð sig um málið en vildi meina að De Jong væri ánægður og alls ekki til sölu.
Samkvæmt þessum fregnum eru allar líkur á að De Jong fari í sumarglugganum en Barcelona ku nú sjálft vera opið fyrir sölu.