Ummæli blaðamannsions Paul Brown hafa ekki farið vel í marga stuðningsmenn Liverpool en hann starfar á Englandi.
Brown ræddi við GiveMeSport og tjáði sig um Liverpool en hann telur að Arsenal sé með betri hóp sem ekki allir eru sammála.
Þessi lið áttust við um helgina en Arsenal vann þar 3-1 sigur og er í harðri baráttu um titilinn í ensku deildinni við Liverpool og Manchester City.
Brown tekur þó fram að leikmenn Liverpool sé að klára sína leiki betur en liðið hefur aðeins tapað tveimur viðureignum hingað til.
,,Varðandi Arsenal þá tel ég að þeir séu með betra lið en Liverpool þó að það síðarnefnda refsi liðum meira,“ sagði Brown.
,,Það er það sem gæti gert gæfumuninn að lokum en ég sagði í byrjun tímabils að Arsenal myndi vinna deildina.“