Chelsea er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins mjög sannfærandi eftir leik við Aston Villa í kvöld.
Um var að ræða annan leik liðanna í keppninni en þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli á Stamford Bridge.
Chelsea steig upp í þessum leik eftir erfitt gengi undanfarið og vann frábæran 3-1 sigur á útivelli.
Conor Gallagher, Nicolas Jackson og Enzo Fernandez gerðu mörk Chelsea sem var mun sterkari aðilinn.
Villa lagaði stöðuna alveg í blálokin en Moussa Diaby skoraði þar með laglegu skoti fyrir utan teig.
Óvíst er hvort Nottingham Forest eða Bristol City fara þá áfram með Chelsea en sá leikur er í framlengingu.