Útlit er fyrir að Raphael Varane og Cristiano Ronaldo munu spila saman hjá þriðja félagsliðinu.
Frá þessu greinir Daily star sem segir að Varane sé á förum frá Manchester United í sumarglugganum.
Samningur Varane við United rennur út í sumar og hefur hann ekki áhuga á að framlengja í Manchester.
Al-Nassr í Sádi Arabíu er tilbúið að borga Varane mjög há laun en þar leikur hans fyrrum samherji, Ronaldo.
Varane og Ronaldo léku saman hjá United og einnig Real Madrid og er samband þeirra talið nokkuð gott.
Frakkinn myndi fá ofurlaun í nýja liðinu eða um 50 milljónir punda fyrir hvert ár.