Thomas Frank, stjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni var enn og aftur klæddur í íslenska hönnun í gærkvöld þegar liðið tók á móti Manchester City.
Frank hefur vakið athygli fyrir að klæðast nánast eingöngu fatnaði frá 66 Norður.
Í gær mætti Frank til leiks í úlpu sem kallast Drangjökull og skákaði þar sem með Pep Guardiola á hliðarlínunni.
Brentford átti ágætis leik en mætti ofjarli sínum í City og tapaði 1-3 á heimavelli.
66 Norður er að ná nokkrum vinsældum í heimi fótboltans og sást Raphael Varane, varnarmaður Manchester United í hönnun fyrirtækisins á dögunum.