HK 2 – 3 KR
0-1 Benoný Breki Andrésson
1-1 Arnþór Ari Atlason
1-2 Sigurður Bjartur Hallsson
2-2 Birnir Breki Burknason
2-3 Benoný Breki Andrésson
Benoný Breki Andrésson átti frábæran leik fyrir lið KR í kvöld sem mætti HK í A riðils Lengjubikarsins.
Þetta var fyrsti leikur KR í þessum ágæta bikar en allt stefndi í jafntefli þegar stutt var til leiksloka.
Benoný skoraði hins vegar sigurmark fyrir KR á 90. mínútu til að tryggja liðinu þrjú stig í Kórnum.
Benoný skoraði tvö mörk fyrir KR í leiknum en Sigurður Bjartur Hallsson gerði hitt í mjög fjörugum seinni hálfleik þar sem fjögur mörk voru skoruð.