Það þykir líklegt að Raphael Varane fari frá Manchester United næsta sumar.
Frakkinn gekk í raðir United frá Real Madrid 2021 en á þessari leiktíð hefur hann ekki spilað eins stóra rullu og áður.
Samningur Varane rennur út eftir næstu leiktíð en líklegt þykir að hann sé á förum.
Miðað við nýjustu fréttir gæti hann endað hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Með liðinu spilar auðvitað Cristiano Ronaldo, en hann og Varane voru saman hjá United og Real Madrid.