Það er útlit fyrir að Chelsea geti ekki rekið stjóra sinn Mauricio Pochettino áður en tímabilinu lýkur.
Frá þessu greinir Daily Mail en Pochettino hefur ekki náð góðum árangri með liðið á þessari leiktíð.
Chelsea tapaði 4-2 gegn Wolves um helgina og er mikið talað um að hann sé að fá sparkið í London.
Mail segir að Chelsea hafi einfaldlega ekki efni á því að reka Argentínumanninn án þess að brjóta fjárlög UEFA eða ‘FFP.’
Pochettino mun því klára tímabilið við stjórnvölin en liðið hefur hingað til tapað 10 leikjum af 23 í efstu deild.