Það er erfitt að segja til um hvenær stórstjarnan og goðsögnin Cristiano Ronaldo leggur skóna á hilluna.
Ronaldo er leikmaður Al-Nassr í dag og er markahæsti leikmaður í sögu portúgalska landsliðsins með 128 mörk.
Al-Nassr fagnaði 39 ára afmæli Ronaldo með skemmtilegu myndbandi í gær þar sem má sjá Portúgalann gera hið fræga ‘SIU’ fagn einmitt 39 sinnum.
Fagnið eitthvað sem Ronaldo hefur gert frægt á síðustu árum en hann notaði það bæði hjá Real Madrid og Manchester United.
Myndbandið má sjá hér.
We’re celebrating CR7’s 39th birthday with 39 ‘SIMs’ 🤩🐐 pic.twitter.com/CfeIO5FAyd
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) February 5, 2024