Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að starf hans gæti verið í hættu eftir slæma frammistöðu liðsins í gær.
Chelsea er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina eftir 4-2 tap heima gegn Wolves.
Möguleiki er á að Pochettino sé orðinn valtur í sessi og veit hann sjálfur að starfið er ekki öruggt um þessar mundir.
,,Við biðjum stuðningsmennina afsökunar og tökum alla ábyrgð á þessu,“ sagði Pochettino.
,,Það er enginn að standa sig nógu vel eins og er, það er sannleikurinn og ég tilheyri þeim hóp og tek sökina á mig.“
,,Ég er sá sem ber mesta ábyrgð á þessu gengi, það sem við gerðum í dag var langt frá því að vera nógu gott.“
,,Það er enginn öruggur hérna en við getum ekki gefist upp og munum reyna að snúa hlutunum við.“