Michel Sanchez þjálfari Girona á Spáni er líklegastur til að taka við Chelsea ákveði félagið að reka Mauricio Pochettino úr starfi.
Pochettino er í hættu á að missa starfið sitt eftir tap gegn Wolves á heimavelli í gær, margir stuðningsmenn Chelsea vilja hann burt.
Pochettino tók við Chelsea síðasta sumar en ráðning hans hefur ekki heppnast eins og vonir stóðu til um.
Roberto De Zerbi er í öðru sæti á listanum en í því þriðja er Jose Mourinho sem gæti tekið við Chelsea í þriðja sinn á ferlinum.
Líklegastir til að taka við:
Michel Sanchez – 6/4
Roberto De Zerbi – 3/1
Jose Mourinho – 4/1
Xabi Alonso – 5/1
Zinedine Zidane – 6/1
Xavi Hernandez – 8/1
Ruben Amorim – 10/1