Brentford 1 – 3 Manchester City
1-0 Neal Maupay(’21)
1-1 Phil Foden(’45)
1-2 Phil Foden(’53)
1-3 Phil Foden(’70)
Phil Foden átti stórleik fyrir Manchester City í kvöld er liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Brentford komst yfir á heimavelli en Neal Maupay skoraði eftir aðeins 21 mínútu eftir stoðsendingu frá markmanni liðsins, Mark Flekken.
City átti eftir að snúa leiknum sér í hag en Foden skoraði þrennu í kjölfarið til að tryggja sannfærandi sigur.
Erling Haaland var ekki á meðal markaskorara en hann lagði upp þriðja markið á Foden.
Englandsmeistararnir eru nú tveimur stigum frá toppnum og eiga leik til góða á Liverpool sem situr í efsta sæti.