Breiðablik hefur lagt fram tilboð í Aron Jóhansson sóknarmann Vals. Það er Hjörvar Hafliðason sem segir frá þessu.
Aron sem er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Val verður samningslaus eftir tímabilið.
Þegar Aron snéri heim úr atvinnumennsku hafnaði hann góðu tilboði Breiðabliks og valdi að fara í Val.
Fótbolti.net hafði samband við Sigurð Kristin Pálsson, meðstjórnanda í knattspyrnudeild Vals, og hann staðfesti að tilboðinu hefði verið hafnað.
Aron er 34 ára gamall en hann átti afar gott tímabil á síðustu leiktíð þegar Valur endaði í öðru sæti.
Ekki er ólíklegt að Blikar horfi á Aron sem mann til að fylla í skarð Gísla Eyjólfssonar sem er á leið í atvinnumennsku.
🚨🚨🚨Mjög áhugaverðar fréttir úr Bestu deildinni. Blikar hafa lagt fram tilboð í Aron Jóhannsson einn besta leikmann deildarinnar. Þetta er spennandi og miðað við það sem maður heyrir þá er Aron mjög opinn fyrir þvi að skipta úr Val í Breiðablik. pic.twitter.com/9ga7qCyfT1
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 5, 2024