Arsenal vann gríðarlega sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Liverpool í stórleik helgarinnar.
Arsenal komst yfir á 14. mínútu er Bukayo Saka kom boltanum í netið eftir skot frá Kai Havertz sem Alisson varði í marki gestanna.
Arsenal tókst ekki að leiða leikinn í hálfleik en Gabriel skoraði sjálfsmark í uppbótartíma sem jafnaði metin fyrir Liverpool.
Gabriel fékk boltann í hendina og þaðan fór hann í markið en varnarleikur William Saliba var ekki upp á tíu innan teigs.
Gabriel Martinelli kom svo Arsenal aftur yfir eftir skelfilegan varnarleik Liverpool á 67. mínútu.
Leandro Trossard gerði út um leikinn á 92. mínútu stuttu eftir að Ibrahima Konate hafði fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir Liverpool.
Lokatölur 3-1 fyrir Arsenal sem er nú tveimur stigum á eftir toppliði einmitt Liverpool.
Eftir leikinn þá fagnaði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, að hætti Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, og klappaði fyrir stuðningsmönnum heimaliðsins.
Mikel Arteta with the Klopp celebration. [NBC] pic.twitter.com/Ays21qr1Lk
— AfcVIP⁴⁹ (@VipArsenal) February 4, 2024