Everton 2 – 2 Tottenham
0-1 Richarlison(‘4)
1-1 Jack Harrison(’30)
1-2 Richarlison(’41)
2-2 Jarrad Branthwaite(’95)
Brasilíumaðurinn Richarlison er sjóðandi heitur þessa dagana en hann spilar með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Richarlison skoraði tvennu fyrir Tottenham í dag en liðið lék fyrsta leik laugardagsins gegn Everton.
Það tók Richarlison aðeins fjórar mínútur að skora í þessum leik en Everton jafnaði svo metin á 30. mínútu.
Jack Harrison komst á blað fyrir heimamenn en Richarlison bætti við öðru marki á 41. mínútu og jafnaði metin.
Það stefndi allt í sigur Tottenham í þessum leik en í uppbótartíma seinni hálfleiks kom mark frá þeim bláklæddu.
Jarrad Branthwaite kom þá boltanum í netið og jafnaði metin í 2-2 og jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik.