fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

England: Mark í blálokin tryggði stig gegn Tottenham

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. febrúar 2024 14:31

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton 2 – 2 Tottenham
0-1 Richarlison(‘4)
1-1 Jack Harrison(’30)
1-2 Richarlison(’41)
2-2 Jarrad Branthwaite(’95)

Brasilíumaðurinn Richarlison er sjóðandi heitur þessa dagana en hann spilar með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Richarlison skoraði tvennu fyrir Tottenham í dag en liðið lék fyrsta leik laugardagsins gegn Everton.

Það tók Richarlison aðeins fjórar mínútur að skora í þessum leik en Everton jafnaði svo metin á 30. mínútu.

Jack Harrison komst á blað fyrir heimamenn en Richarlison bætti við öðru marki á 41. mínútu og jafnaði metin.

Það stefndi allt í sigur Tottenham í þessum leik en í uppbótartíma seinni hálfleiks kom mark frá þeim bláklæddu.

Jarrad Branthwaite kom þá boltanum í netið og jafnaði metin í 2-2 og jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt