Fiorentina bauð 22 milljónir evra í Albert Guðmundsson framherja Genoa í í gær en því tilboði var hafnað.
Fiorentina hafði áður boðið 20 milljónir evra í íslenska sóknarmanninn en Genoa vill meira.
Fabrizio Romano segir að Genoa sé til í að skoða það að selja Albert fyrir 25 milljónir evra í dag.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og því þarf Fiorentina að hafa hraðar hendur til að klófesta Albert.
Albert hefur verið frábær í liði Genoa í vetur og fjöldi liða horfir til hans.
🟣 Fiorentina's last proposal for Albert Gudmundsson was around €22m, rejected by Genoa yesterday.
Genoa will only consider proposals from €25m based on payment terms, deal structure and more; as initial asking price was €30m.
Up to Fiorentina now. pic.twitter.com/tgNdlBjofS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024