Sorgarsaga Mason Mount hjá Manchester United heldur áfram en kappinn er ennþá meiddur eins og undanfarnar vikur.
Mount hefur lítið sem ekkert spilað frá því að hann gekk í raðir United vegna ítrekaðra meiðsla.
Mount kom til United frá Chelsea fyrir 60 milljónir punda síðasta sumar og voru miklar væntingar gerðar til hans.
Andre Onana er hins vegar mættur aftur. „Onana verður með á morgun en Mount er áfram meiddur,“ segir Erik ten Hag.
Onana hefur lokið keppni með Kamerún á Afríkumótinu en hann missti ekki af neinum deildarleik.