Amad Diallo er sagður vilja komast burt frá Manchester United. Daily Mail segir frá.
Diallo hefur aðeins spilað einn leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann hefur eitthvað glímt við meiðsli.
Því er haldið fram að Diallo vilji fara aftur til Sunderland, en hann fór á kostum fyrir liðið í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann skoraði 14 mörk og lagði upp fjögur er Sunderland komst í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.
Nýlega setti kantmaðurinn þá like við færslu frá stuðningsmanni Sunderland sem gagnrýndi United fyrir að nota hann ekki í bikarleik gegn D-deildarliði Newport.
„Ef þú færð ekki að byrja Newport í bikarnum er ekki þess virði að gefa þeim tíma þinn. Komdu heim, þar sem við kunnum að meta þig,“ skrifaði stuðningsmaðurinn.
Félagaskiptagluginn lokar annað kvöld og þyrfti Sunderland að hafa hraðar hendur til að landa Diallo.