Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stefán er mikill stuðningsmaður enska liðsins Luton, sem nú spilar í úrvalsdeildinni. Liðið er nýliði en hefur staðið sig betur en menn þorðu að vona.
„Að hanga uppi yrði algjör bónus. En það sem ég er ánægður með er hvað menn hafa haldið sig við stefnuna, eins og við kaup á leikmönnum. Þú ert með alla umboðsmenn heimsins að reyna að pranga ónýta bílnum sínum á þig. Það er verið að sækja leikmenn frítt eða ódýrt og þetta er lið sem verður alltaf betra en summan af pörtunum,“ sagði Stefán um sína menn í þættinum.
Hann lofsöng knattspyrnustjóra liðsins.
„Rob Edwards er með efnilegri ungum þjálfurum í Bretlandi. Ég veit ekki hvað við náum að halda honum lengi. Svo er hann er auðvitað fagur eins og grískur guð. Þegar viðtalið við hann eftir sigurinn á móti Oldham í bikarnum var komið í 15 milljónir spilanna á Twitter held ég að menn hafi áttað sig á því að það var ekki bara af því hann var að tjá sig um boltann,“ sagði Stefán og hló.
Umræðan í heild er í spilaranum.