Miðar á síðasta leik Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool eru nú til sölu á svörtum markaði og kosta þeir sitt.
Klopp tilkynnti fyrir helgi að eftir tímabilið myndi hann stíga til hliðar eftir níu farsæl ár.
Liverpool er í bullandi titilbaráttu og er á toppi deildarinnar sem stendur. Liðið tekur á móti Wolves í lokaleik tímabilsins og gæti hann reynst ansi mikilvægur.
Í ofanálag verður þetta síðasti leikur Klopp og margir vilja því vera viðstaddir.
Einhverjir ætla að nýta sér það og eru dæmi um að miðar fari á fleiri milljónir íslenskra króna. Tveir miðar á góðum stað eru til að mynda á sölu á svörtum markaði á 24.480 pund hvor. Það eru meira en fjórar milljónir.