Fiorentina lagði fram 20 milljóna evra tilboð í Albert Guðmundsson sóknarmann Genoa í dag en því hefur verið hafnað.
Fjölmiðlar á Ítalíu segja frá þessu en Genoa vill 25 til 30 milljónir evra fyrir sinn besta mann.
Nicolò Schira blaðamaður á Ítalíu segir frá og greinir einnig frá því að líklega muni ensk lið gera tilboð í Albert í sumar.
Albert hefur verið besti leikmaður Genoa á tímabilinu og látið ljós sitt skína í deild þeirra bestu á Ítalíu.
West Ham, Juventus, Napoli og fleiri lið eru sögð hafa áhuga á Alberti sem fer að öllum líkindum frá Genoa í sumar.
#Genoa have turned down an important bid (around €20M) for Albert #Gudmundsson from #Fiorentina. Some english clubs and #Juventus are also interested in icelandic player for the next season. #transfers
— Nicolò Schira (@NicoSchira) January 29, 2024