Lögreglan í Liverpool hefur handtekið manninn sem kastaði bjórflösku í rútuna hjá Manchester United í desember.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læti eru fyrir utan Anfield þegar andstæðingar mæta til leiks og hefur félagið beðist afsökunar.
Einn stuðningsmaður Liverpool tók það upp á myndband þegar hann henti flösku í rútuna
Rútan var nokkuð sködduð eftir þetta og voru rúður brotnar á henni og fordæmir Liverpool þessa hegðun.
Liverpool hefur reynt að fá stuðningsmenn sína til að hætta svona hegðun en nokkur atriði hafa komið upp fyrir utan Anfield undanfarin ár.
This Liverpool fan throwing a bottle at the Man United team bus today 👀 pic.twitter.com/IzhNHsfmxD
— Casual Chaps 🇬🇧 (@CasualChaps) December 17, 2023