Liverpool er komið áfram í enska bikarnum eftir skemmtilegan leik við Norwich á Anfield í dag.
Liverpool skoraði heil fimm mörk að þessu sinni og tryggði sér sæti í fimmtu umferð keppninnar.
Fimm mismunandi markaskorarar komust á blað en Norwich tókst einnig að skora tvö á heimaliðið.
Liverpool var 2-1 yfir eftir fyrri hálfleikinn en bætti svo við þremur mörkum í þeim seinni.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk rosalegar móttökur á Anfield í dag en hann gaf það út nýlega að hann væri á förum í sumar.
Myndbandið hér fyrir neðan talar sínu máli.
What a moment for Klopp ❤️ pic.twitter.com/tXnKq3tV20
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 28, 2024