fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Svaraði fyrir sig fullum hálsi eftir umdeilda spurningu blaðamanns – ,,Sorglegt fyrir ykkur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane svaraði fyrir sig af fullum krafti í gær er hann fékk ansi harkalega spurningu frá blaðamanni eftir leik í Afríkukeppninni.

Blaðamaðurinn spurði Mane að því hvort hann væri að fá minni athygli í dag eftir að hafa yfirgefið Liverpool fyrir Al-Nassr í Sádi Arabíu.

Mane hló í raun að þessari spurningu blaðamanns og segist vorkenna þeim sem geta ekki fylgst með fótbolta um allan heim frekar en bara í Evrópu.

,,Það er þín skoðun því ég er ekki að spila í Evrópu. Það er sorglegt fyrir ykkur,“ sagði Mane.

,,Fyrir ykkur þá skiptir fótboltinn engu máli ef þú ert ekki að spila í Evrópu. Þá er ég ekki til sem fótboltamaður.“

,,Sem betur fer get ég sagt að deildin í Sádi er mjög góð deild og það er fylgst með henni um allan heim. Svo lengi sem ég er að gera mitt besta og er að njóta mín, það er það sem skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum