Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann kemur frá HK þar sem hann hefur verið á samningi síðan 2018.
Hjörvar er 23 ára gamall og hefur hann leikið á láni síðustu þrjú tímabil, það fyrsta hjá ÍR og seinni tvö hjá Hetti/Hugin.
Á síðustu leiktíð var hann valinn besti leikmaður Hattar/Hugins en hann lék 21 af 22 leikjum liðsins og endaði tímabilið vel þar sem hann hélt hreinu í 3 af síðustu 6 leikjum liðsins.
ÍBV leikur í Lengjudeildinni næsta sumar en Guy Smit varði mark liðsins á síðustu leiktíð í Bestu deildinni þegar liðið féll. Hann hefur yfirgefið herbúðir félagsins.