fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Onana fékk ekki að lenda á einkaþotunni í Afríku

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana var í marki Manchester United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Beint eftir leik brunaði hann upp á flugvöll.

Afríkumótið í knattspyrnu er farið af stað en Kamerún hefur leik á eftir og því fékk Onana að spila í gær.

Onana flaug frá Liverpool í gær en þegar hann kom til lendingar í Yamoussoukro í Fílabeinsströndinni í morgun var vélinni bannað að lenda.

Mikil þoka var á flugvellinum og hefur verið undanfarið, ekki var því leyfilegt að lenda.

Vélin þurfti því að lenda á öðrum stað og þarf Onana nú að ferðast langa leið með bíl til að komast á völlinn.

Kamerún mætir Gíneu í dag en líklegt er talið að Onana verði á bekknum í fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Í gær

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Í gær

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár