fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Miami hafnaði boði Barcelona – Messi fær ekki að kveðja almennilega

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það að Lionel Messi fái ekki að kveðja Barcelona almennilega en hann er leikmaður Inter Miami í dag.

Frá þessu greinir Mundo Deportivo en Barcelona vonaðist eftir því að leika æfingaleik við Miami í sumar en fékk ekki ósk sína uppfyllta.

Messi er þekktastur fyrir tíma sinn sem leikmaður Barcleona en hann hélt til Paris Saint-Germain í tvö ár og svo til Miami á síðasta ári.

Messi er 36 ára gamall og er útlit fyrir að hann snúi ekki aftur til Barcelona sem leikmaður eins og margir bjuggust við.

Barcelona hefur gefið það upp á bátinn að fá Messi aftur í sínar raðir en vildi skipuleggja vináttuleik við Miami þar sem Messi gæti fengið að hitta sína helstu stuðningsmenn í síðasta sinn.

Miami neyddist til að hafna boði Barcelona vegna eigin leikjaálags í sumar og þá mun Messi sjálfur spila með Argentínu á Copa America síðar á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona