fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Stórtíðindi frá Frakklandi um framtíð Mbappe

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. janúar 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórtíðindi af Kylian Mbappe birtust í frönskum fjölmiðlum í gær en þar kom fram að kappinn hafi náð samkomulagi við Real Madrid um að ganga frítt til liðs við félagið næsta sumar.

Það er Foot Mercato sem greinir frá þessu en Mbappe hefur stöðugt verið orðaður við Real Madrid undanfarin ár.

Hann hafnaði félaginu 2022 og skrifaði þess í stað undir nýjan tveggja ára samning við PSG. Sá samningur er að renna út í sumar og skrifi Mbappe ekki undir nýjan getur hann farið frítt.

Það er ekkert leyndarmál að draumur Mbappe er að spila fyrir Real Madrid einn daginn. Hvort það gerist í sumar eða ekki á eftir að koma í ljós en það má án efa búast við fleiri tíðindum af stórstjörnunni eftir því sem nær dregur sumri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“