fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Má ekki spila því hann var rekinn af velli með unglingaliðinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. janúar 2024 18:00

Lamine Yamal. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi undarleg ástæða fyrir því að undrabarnið Lamine Yamal var ekki valinn í leikmannahóp Barcelona fyrir leik gegn Barbastro í kvöld.

Um er að ræða leik í spænska konungsbikarnum en Barbastro leikur í fjórðu efstu deild á Spáni.

Yamal er gríðarlegt efni og er aðeins 16 ára gamall en hann getur óvænt ekki tekið þátt í viðureigninni.

Ástæðan er sú að Yamal fékk að líta rautt spjald á síðasta ári er hann lék með unglingaliði Barcelona í konungsbikar unglingaliða.

Það bann heldur sér í keppni í meistaraflokki og má Yamal heldur ekki spila leik liðsins í næstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll