Barcelona er búið að ná samkomulagi við Manchester City um að kaupa bakvörðinn Joao Cancelo endanlega.
El Chiringuito fullyrðir þessar fréttir en Cancelo er í dag á láni hjá Barcelona út tímabilið.
Þessi 29 ára gamli leikmaður gekk í raðir Börsunga á lokadegi gluggans og hefur byrjað afar vel á Spáni.
Barcelona borgar 35 milljónir evra fyrir Cancelo en félagið vildi 70 milljónir punda fyrir hann í fyrra.
Bayern Munchen hafði þá áhuga á að kaupa Portúgalan en neitaði að borga svo háa upphæð.