Knattspyrnumaðurinn Antony er að snúa aftur til Englands þar sem hann mun ræða við lögreglu vegna ásakanna fyrrverandi kærustu hans um gróft ofbeldi gegn sér.
Antony, sem er á mála hjá Manchester United, hefur ekki verið með liðinu undanfarið og haldið sig í heimalandinu, Brasilíu.
Gabriella Cavallin sakar hann um að hafa ráðist á sig þann 15. janúar á hóteli í Manchester. Hann neitar allri sök.
Antony sást nú á flugvelli í Sao Paulo þar sem hann var á leið aftur til Manchester. Mun hann þar hitta lögreglu og hafna öllum ásökunum formlega.
„Antony stendur fastur á því að hafa ekki gert neitt rangt og langar að sitjast niður með lögreglunni og leyfa henni að spyrja sig spurninga. Hann hefur ekkert a ðfela og mun afhenda allt sem þau vilja sjá, þar á meðal farsíma hans,“ segir heimildamaður breska götublaðsins The Sun.
Antony vill klára málið sem fyrst og halda knattspyrnuferli sínum áfram.