Nokkrir leikmenn Manchester United hafa hvatt Jadon Sancho til að biðja Erik ten Hag afsökunar til að leysa ágreining þeirra.
Stríð á milli Sancho og hollenska stjórans hefur átt sér stað undanfarnar vikur eftir að Ten Hag skildi kappann eftir utan hóps og gagnrýndi leikmanninn opinberlega fyrir frammistöður á æfingum og annað.
Síðan hefur Sancho ekki verið með United en samkvæmt Mirror hafa nokkrir leikmenn hvatt hann til að biðja Ten Hag afsökunar til að leysa stöðuna og að hann komi aftur inn í liðið.
Samkvæmt miðlinum eru Marcus Rashford, Harry Maguire og Luke Shaw á meðal leikmanna sem hafa gert það.
Hafa þeir tjáð honum að það verði aðeins einn sigurvegari ef stríðið við Ten Hag haldi áfram.