fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
433Sport

Þetta eru leikmennirnir sem hafa hvatt Sancho til að biðjast afsökunar – Segja að það verði aðeins einn sigurvegari

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 08:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikmenn Manchester United hafa hvatt Jadon Sancho til að biðja Erik ten Hag afsökunar til að leysa ágreining þeirra.

Stríð á milli Sancho og hollenska stjórans hefur átt sér stað undanfarnar vikur eftir að Ten Hag skildi kappann eftir utan hóps og gagnrýndi leikmanninn opinberlega fyrir frammistöður á æfingum og annað.

Síðan hefur Sancho ekki verið með United en samkvæmt Mirror hafa nokkrir leikmenn hvatt hann til að biðja Ten Hag afsökunar til að leysa stöðuna og að hann komi aftur inn í liðið.

Samkvæmt miðlinum eru Marcus Rashford, Harry Maguire og Luke Shaw á meðal leikmanna sem hafa gert það.

Hafa þeir tjáð honum að það verði aðeins einn sigurvegari ef stríðið við Ten Hag haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Endurkoma Alberts dugði ekki til

Endurkoma Alberts dugði ekki til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði á Villa Park

England: Arsenal tapaði á Villa Park
433Sport
Í gær

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“