Rafael Leao segir að tilboð frá Sádi-Arabíu hafi ekki heillað hann í sumar þar sem hann vill spila í Meistaradeildinni.
Portúgalski sóknarmaðurinn fór á kostum með AC Milan á síðustu leiktíð og skrifaði svo undir langtímasamning í vor. Hann hafði verið orðaður annað og var til að mynda spurður út í Sádí.
„Fyrir mér er Meistaradeildin meira virði en 10 milljónir evra í laun,“ sagði Leao.
„Ég hef ekki náð nógu góðum árangri enn til að fara þangað. Nú er ég einbeittur á að gera frábæra hluti með AC Milan og þess vegna skrifaði ég undir nýjan samning.“