Það var ekki alltaf öruggt að Harry Kane myndi enda hjá Bayern Munchen í sumar en hann gekk í raðir liðsins frá Tottenham.
Um er að ræða einn allra besta sóknarmann heims sem er næst markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Samkvæmt Athletic voru tvö önnur lið sem lögðu fram tilboð í Kane sem kostaði Bayern að lokum um 100 milljónir evra.
Fjölmörg lið höfðu áhuga en tvö önnur félög lögðu fram tilboð og þar á meðal spænska stórliðið Real Madrid.
Real bauð Tottenham 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsfyrirliðann en það síðarnefnda hafði engan áhuga á að samþykkja.
Þá var félag frá Sádí Arabíu sem reyndi að fá Kane í sínar raðir en upphæðin þar er ekki gefin upp.