fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Sveindís ánægð með nýja keppni – „Það er gaman að fá alvöru leiki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2023 13:30

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni á föstudag. Leikið er hér heima. Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilkona í íslenska liðinu, er brött fyrir verkefninu.

Þjóðadeildin er ný af nálinni í kvennaflokki og er mikil jákvæðni gagnvart nýrri keppni.

„Þetta er mjög spennandi. Ég er mjög spennt að taka þátt í þessari Þjóðadeild. Það er gaman að fá alvöru leiki,“ segir Sveindís við 433.is.

Markmið liðsins fyrir komandi leiki eru skýr.

Sveindís Jane
play-sharp-fill

Sveindís Jane

„Við förum í alla leiki til að vinna þá. En fyrst og fremst viljum við bæta okkur. Við erum að spila ágætlega og vitum hvað við getum.“

Sveindís er auðvitað á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er tímabilið nýfarið af stað. Liðið mætti Bayer Leverkusen í fyrstu umferð.

„Tímabilið leggst mjög vel í mig. Fyrsti leikur er alltaf smá stress og það var gott að byrja á sigri.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
Hide picture