Neymar var eitthvað illa upplagður í leik Al Hilal gegn Navbahor frá Úsbekistan í Meistaradeild Asíu.
Ali Al Bulayhi bjargaði stigi fyrir Al Hilal í gær sem var nokkuð óvænt. Liðið er á toppi sádiarabísku deildarinnar og flestir bjuggust við sigri þeirra.
Á einum tímapunkti í leiknum var Neymar, sem gekk í raðir Al Hilal frá Paris Saint-Germain í sumar, orðinn pirraður mátti sjá hann stjaka við einum leikmanni Navbahor og sparka boltanum svo í átt að honum.
Hefur Brasilíumaðurinn fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir þetta.
Myndband af atvikinu er hér að neðan.
Neymar kenapa nih 😅pic.twitter.com/9R2ZDplm4Z
— Berita Sepakbola Dunia (@gilabola_ina) September 19, 2023