Mason Greenwood lék sinn fyrsta leik frá endurkomu sinni á knattspyrnuvöllinn í gær. Hann fékk stuðning frá leikmanni Manchester United á samfélagsmiðlum.
Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá United í sumar en hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en eitt og hálft ár eftir að hann var sakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni steig til hliðar og er Greenwood nú kominn aftur inn á knattspyrnuvöllinn með Getafe.
Kappinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Osasuna í La Liga í gær og fékk hann stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum og leikmanni United, Amad Diallo.
Diallo birti myndband af því þegar Greenwood kom inn á í gær og setti hjörtu við, eins og sjá má hér að neðan.