Mason Greenwood, leikmaður Getafe, fékk að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag gegn Osasuna.
Greenwood er í láni hjá Getafe frá Manchester United en hann spilaði sinn síðasta leik í janúar 2022.
Enski framherjinn var þá ásakaður um kynferðisofbeldi gegn kærustu sinni og er framtíð hans á Old Trafford í mikilli óvissu.
Greenwood kom inná sem varamaður í 3-2 sigri á Osasuna en varð fyrir áreiti af stuðningsmönnum gestaliðsins.
Spænska knattspyrnusambandið er að rannsaka málið og eru töluverðar líkur á að Osasuna verði refsað.
,,Deyðu, Greenwood,“ var sungið í átt að leikmanninum sem er að sjálfsögðu langt yfir strikið.
🚨 Osasuna are facing punishment from La Liga after supporters chanted „Greenwood, die“ towards Mason Greenwood during their game against Getafe.
(Source: @TheAthleticFC) pic.twitter.com/OvXSglFzpQ
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 17, 2023