fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
433Sport

Steinþór Freyr fær þungan dóm frá KSÍ – Veðjaði á leik sem hann tók þátt í

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. júní 2023 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur úrskurðað Steinþór Frey Þorsteinsson í bann frá knattspyrnu út árið vegna brota á lögum um veðmál. Hann má byrja að spila knattspyrnu aftur í byrjun næsta árs.

433.is greindi fyrst allra miðla frá því í vikunni að KSÍ hefði kært Steinþór fyrir brotin.

Þetta er í annað sinn á stuttum síma sem KSÍ fær upplýsingar um veðmál leikmanna hér á landi. Sambandið dæmdi á dögunum Sigurð Gísla Snorrason í árs bann vegna veðmála sem hann lagði hjá Pinnacle, sama veðbanka og Steinþór er sakaður um að hafa lagt sín veðmál hjá. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem KSÍ tók slíkt mál fyrir.

Nokkrar vikur eru síðan KSÍ birti Steinþóri sakarefnið og hefur hann svarað því með greinargerð. Steinþór lét forráðamenn KA vita um leið og málið kom upp og hefur síðan þá ekki verið í leikmannahóp liðsins.

Steinþór var síðast í leikmannahópi KA í byrjun maí þegar liðið heimsótti HK enn hann hefur ekki spilað leik í Bestu deildinni í sumar. Steinþór lét leikmannahóp KA vita af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og bíður nú þess að aga og úrskurðarnefnd sambandsins birti úrskurð sinn.

Heilindafulltrúi Pinnacle hafði samband:

Þriðjudaginn 25. apríl hafði starfsmaður heilindamála hjá Pinnacle samband við heilindafulltrúa KSÍ. Ástæðan var að við almenna vöktun veðmála hjá Pinnacle hafði vaknað grunur um að leikmaður á Íslandi, Steinþór Freyr Þorsteinsson, sem væri skráður sem virkur leikmaður hjá íslensku félagi í mótum á vegum KSÍ, væri að veðja á íslenska leiki, hjá eigin félagi jafnt sem aðra leiki í íslenskum mótum.

Fulltrúi Pinnacle óskaði eftir staðfestingu frá KSÍ um það hvaða reglur væru í gildi og hvort viðkomandi leikmaður væri virkur leikmaður á Íslandi og þegar það var staðfest sendi Pinnacle KSÍ gögn um veðmál leikmannsins.

Gögnin sem Pinnacle sendi KSÍ sýna nokkra tugi veðmála Steinþórs Freys á leiki á Íslandi á tímabilinu 19.08.2018 til 20.04.2023 í mótum meistaraflokks karla hjá KSÍ. Á meðal leikja sem Steinþór veðjar á eru 19 leikir í efstu deild karla, þ.á.m. einn leikur hjá eigin liði/samningsfélagi sem Steinþór tók sjálfur þátt í (leikur KA og Vals í Bestu deild karla þann 29. október 2022). Einnig sýnir yfirlit í excel skjali átta leiki í bikarkeppni

KSÍ og tvo leiki í Lengjubikarkeppni KSÍ. KSÍ óskaði þó eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals sem fram fór þann 29. október 2022. Leikmaðurinn kemur inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg

Af vef KSÍ:
„Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem ætlað er að standi vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót brýtur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.

Kærði hefur á fimm ára tímabili gerst sekur um ítrekuð brot gegn ofangreindum ákvæðum en megnið af veðmálastarfsemi kærða, þ.e. 36 tilvik af 40, átti sér stað á árunum 2022 og 2023. Í eitt þeirra skipta hafi kærði veðjað á leik sem hann tók þátt í sjálfur. Nefndin telur að hér sé um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarleg eðlis.

Í málinu liggur fyrir skýr viðurkenning af hálfu kærða við framangreindum brotum og iðrun af hans hálfu að hafa með dómgreindarbresti tekið þátt í veðmálastarfsemi eru lutu að eigin liði og keppnum sem lið hans tók þátt í.
Við ákvörðun viðurlaga tekur nefndin tillit til alls ofangreinds sem og þess að ekkert liggur fyrir um að kærði hafi með brotum sín reynt að hagræða úrslitum leikja.

Hefur aga- og úrskurðarnefnd ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða kærða í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu á tímabilinu 9. júní 2023 til og með 31. desember 2023.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille
433Sport
Í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær
433Sport
Í gær

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði