fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Engar líkur á að Greenwood mæti á æfingu á þessu tímabili

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. mars 2023 13:19

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United telur að málefni Mason Greenwood leysist ekki á næstu vikum og að hann mæti ekki aftur til æfinga á þessu tímabili.

Greenwood vill snúa aftur á völlinn með Manchester United sem fyrst. Félagið hefur hins vegar sagt honum að það verði ekki fyrr en á næstu leiktíð í fyrsta lagi.

Mál gegn honum voru látin niður falla fyrr í vetur er sneru að meintu ofbeldi gegn kærustu sinni, Harriet Robson.

United skoðar nú málið innan sinna raða og hvort að endurkomuleið sé fyrir Greenwood.

Greenwood hefur ekki leikið með United síðan í janúar í fyrra en ekki er útilokað að hann snúi aftur á völlinn. Hann vill að það gerist sem fyrst en verður hins vegar að bíða þar til eftir sumarið hið minnsta.

Félagið ætlar að taka sér tíma í að taka ákvörðun um framtíð Greenwood, en sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við félög í Tyrklandi.

Á bak við tjöldin eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Greenwood eigi að fá að snúa aftur á völlinn með United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“
433Sport
Í gær

Ægir Þór fékk góðgerðartreyju Hinriks – „Þvílíkur eðal drengur þar á ferð“

Ægir Þór fékk góðgerðartreyju Hinriks – „Þvílíkur eðal drengur þar á ferð“
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs