fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Haaland til rannsóknar hjá lögreglu

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 17:00

Haaland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester eftir að hafa ekið um götur borgarinnar í símanum á dögunum.

Atvikið átti sér stað daginn eftir að stjarnan unga skoraði fimm mörk fyrir Manchester City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.

Norski framherjinn keyrði um á rándýrri Rolls-Royce bifreið sinni og mátti sjá greinilega að hann horfði í símann.

Refsingin fyrir að nota síma undir stýri í Bretlandi er almennt 200 punda sekt og sex punktar í ökuskírteinið.

Það er spurning hvort Haaland fái refsingu, en lögreglan skoðar málið.

Haaland gekk í raðir City í sumar frá Borussia Dortmund. Hann hefur verið hreint stórkostlegur fyrir félagið og raðað inn mörkum.

Fái hann sekt er ljóst að hann mun ekki eiga í miklum vandræðum með að borga hana. Haaland þénar um 375 þúsund pund á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins