fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
433Sport

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa verið teknir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar og eru fyrstu knattspyrnustjórarnir til þess.

Wenger gerði Arsenal þrisvar að Englandsmeisturum en Ferguson tókst það þrettán sinnum með Manchester United. Sá síðarnefndi er jafnframt sá sigursælasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er himinlifandi með að vera tekinn inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Það er heiður þegar að maður fær viðurkenningu á borð við þessa. Hins vegar stend ég ekki einn að baki þeim árangri sem náðist. Þetta snýst um starfið sem var unnið hjá Manchester United og tengslin sem byggðust þar upp á mínum tíma þar. Þá er ég stoltur af félaginu, starfsliðinu sem og leikmönnum mínum,“ segir Ferguson.

Skotinn er sáttur að fá Wenger með sér inn í frægðarhöllina. Wenger er til að mynda sá eini sem hefur farið í gegnum heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Það gerði hann tímabilið 2003-2004 þegar Arsenal varð Englandsmeistari síðast.

„Arsene verðskuldar þessa viðurkenningu. Hann gjörbreytti Arsenal á frábæran hátt. Þeir urðu að erfiðum mótherja og við vildum báðir vinna svo mikið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Valgeirs gegn Helsingborg

Sjáðu frábært mark Valgeirs gegn Helsingborg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikið undarlega: De Gea þrumaði boltanum langt upp í stúku eftir vörsluna

Sjáðu atvikið undarlega: De Gea þrumaði boltanum langt upp í stúku eftir vörsluna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea fær markakónginn

Chelsea fær markakónginn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upplifði versta dag lífs síns í gær – Rekinn og fékk ekki að fagna

Upplifði versta dag lífs síns í gær – Rekinn og fékk ekki að fagna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hágrét og vildi ekki láta mynda sig eftir mikilvægasta leik tímabilsins – Sjáðu myndirnar

Hágrét og vildi ekki láta mynda sig eftir mikilvægasta leik tímabilsins – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“
433Sport
Í gær

Systir stórstjörnu fær skítkast og hótanir eftir myndbirtingar – ,,Að birta myndir af þér eins og hóra mun ekki hjálpa bróður þínum.“

Systir stórstjörnu fær skítkast og hótanir eftir myndbirtingar – ,,Að birta myndir af þér eins og hóra mun ekki hjálpa bróður þínum.“
433Sport
Í gær

Ítalía: Mourinho og hans menn ná ekki Meistaradeildarsæti

Ítalía: Mourinho og hans menn ná ekki Meistaradeildarsæti