fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Kári og Rúrik ósammála er þeir ræddu mál Arnars og Alberts í beinni – „Ég skil ekki alveg“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita nú var Albert Guðmundsson ekki valinn í landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar fyrir komandi landsleiki gegn Bosníu og Liechtenstein í dag.

Arnar segir að Albert hafi ekki verið til í að koma í landsliðið á forsendum liðsins, en ósætti hefur verið þeirra á milli og þjálfarinn ekki valið hann síðan í haust.

Þetta var til umræðu í Meistaradeildarumfjöllun Viaplay í kvöld, þar sem Kári Árnason og Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmenn, voru spurðir út í þessi mál.

„Maður veit ekki hvar hausinn á honum er. Það hefur eitthvað gerst þarna sem maður áttar sig ekki á. Það hefur verið fjaðrafok í kringum drenginn sem ég skil ekki alveg. Hann hefur ekkert verið að draga vagninn með landsliðinu. Hann er frábær leikmaður með mikla hæfileika en hvort hann henti þessu liði, þar sem allir þurfa að vera að þjösnast, þetta er svolítill lúxusleikmaður,“ segir Kári.

Hann bendir þó á að Albert gæti án efa nýst liðinu. „Hann getur gert hluti upp á sitt einsdæmi sem ekki margir í liðinu geta.“

Rúrik tók til máls. „Við erum að mörgu leyti ósammála. Ég hefði alltaf valið hann. Þetta eru fullorðnir karlmenn. Við eigum bara að slíðra sverðin og velja hann. Að því sögðu verður íslenska landsliðið að vera ein liðsheild.

Ég fýla Albert og hefði valið hann. Leyfum Alberti aðeins að vera Albert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Draumur Osimhen er að spila á Englandi – Eitt annað lið kemur þó til greina

Draumur Osimhen er að spila á Englandi – Eitt annað lið kemur þó til greina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico
433Sport
Í gær

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford
433Sport
Í gær

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku
433Sport
Í gær

Segir að Conte vilji verða rekinn frá Tottenham – ,,Rekið hann í kvöld“

Segir að Conte vilji verða rekinn frá Tottenham – ,,Rekið hann í kvöld“
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildinm: Arsenal rúllaði fyrir þjálfaralaust Palace

Enska úrvalsdeildinm: Arsenal rúllaði fyrir þjálfaralaust Palace